fly

NÝIR FÉLAGAR

Ég undirritaður/uð sæki hér með um inngöngu í Golfklúbb Borgarness og skuldbind mig til að fara í einu og öllu eftir lögum klúbbsins eins og þau eru á hverjum tíma.

Nýliðagjald 2×27.500.- kr. (55.000.- kr. fyrir tvö ár) (Gildir fyrir byrjendur í golfi 22 ára og eldri)***
Nýliðagjald 15 ára og yngri 6.600.- kr.
Nýliðagjald 16-21 ára 11.000.- kr.

Umgengnisreglur

Eftirfarandi umgengnisreglur gilda á golfvöllum Golfklúbbs Borgarness og er eftirlitsmönnum golfklúbbsins gert að fylgja þeim eftir:

  • Kylfingar skulu alltaf vera snyrtilegir til fara.
  • Halda skal uppi eðlilegum leikhraða
  • Ef sýnilegt er að holl haldi niðri leikhraða svo að auð braut sé fyrir framan hollið og það ber ekki árangur að þeir bæti leikhraðann og vinni upp auða bilið, má að gefnu tilefni vísa hollinu af leikinni braut yfir á næsta teig.
  • Kylfingar skulu ganga snyrtilega um golfvöllinn, setja torfur í kylfuför og gera við boltaför á flötum.

Eftirlitsmenn hafa heimild til að vísa kylfingum af golfvellinum fari þeir ekki að settum reglum.

Stjórn Golfklúbbs Borgarness