Lög klúbbsins LÖG GOLFKLÚBBS BORGARNESS (Samþykkt á aðalfundi 12. desember 2013) Lög Golfklúbbs Borganess sem PDFPDF 1. grein. Félagið heitir Golfklúbbur Borgarness (GB). Heimili þess og varnarþing er í Borgarnesi. GB er aðili að Ungmennasambandi Borgarfjarðar (UMSB) og Golfsambandi Íslands (GSÍ). 2. grein. Golfklúbbur Borgarness hefur að markmiði að glæða áhuga á golfíþróttinni og vinna að framgangi hennar. Klúbburinn rekur golfvöll, golfskála og aðrar eignir klúbbsins. Klúbburinn heldur golfmót og stendur fyrir golfæfingum og annarri félagsstarfsemi er tengist golfíþróttinni. 3. grein. Innganga í klúbbinn er öllum heimil að fengnu samþykki stjórnar og skal sótt um hana skriflega. Inntökugjald, sem jafnframt er árgjald fyrsta árið skal vera sama og eitt árgjald samkvæmt 4. grein. 4. grein. Aðalfundur ákveður árgjald næsta árs að fenginni tillögu stjórnar sbr. 11. gr. Árgjald skal greiða með jöfnum greiðslum á fyrstu fimm mánuðum hvers árs samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Hafi félagi ekki greitt félagsgjald eða samið um trygga greiðslu við GB fyrir eindaga telst hann hafa glatað félagsréttindum sínum og fellur þá út af félagaskrá. Þó skal honum tilkynnt það á ótvíræðan hátt með minnst tveggja vikna fyrirvara. Stjórn klúbbsins hefur heimild til að ákveða álögur vegna greiðslu eftir eindaga, veita staðgreiðsluafslatt af félagsgjaldi, ákveða vallargjöld og afslrætti þeim tengdum. Stjórn klúbbsins er heimilt að útnefna heiðursfelaga fyrir framúrskarandi störf fyrir klúbbinn og golfíþróttina. Heiðursfúlagar skulu vera undanþegnir greiðslu félagsgjalda ævilangt en teljast þá fullgildir félagar með öll réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum. Tillögu um sérstök aukaframlög klúbbfélaga má aðeins bera fram og samþykkja á aðalfundi. 5. grein. Úrsögn er bundin við áramót, enda komi hún skriflega til ritara fyrir lok desembermánaðar. 6. grein. Reikningsár og starfsár klúbbsins er frá 01. nóvember til 31. október. 7. grein. Við leikinn skal fara eftir St. Andrew's golfreglum eins og þær eru á hverjum tíma, en sérreglur setur stjórnin eftir því sem henni þurfa þykir en þó alltaf i samræmi við golfreglur og reglugerðir GSÍ. Sérhver félagi er skyldur til að fara eftir þeim reglum og skilmálum sem i gildi eru um leikinn og umferð og umgengni um golfvöll, golfskála og aðrar eignir klúbbsins. Stjórnin getur látið brot gegn þessum reglum varða réttindamissi eftir atvikum og brottrekstri, ef um ítrekaðar og miklar sakir er að ræða. 8. grein. Stjórn klúbbsins skipa fimm menn þ.e. formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Skal hver þeirra kosinn sjálfstæðri kosningu áaðalfundi til eins árs í senn. Varaformaður skal vera staðgengill formanns og tekur við formennsku láti formaður af störfum á kjörtímabilinu. Aðalfundur kýs þrjá menn í varastjórn, þ.e. vararitara, varagjaldkera og varameðstjórnanda, sem verða aðalstjón til aðstoðar eftir þörfum. Á aðalfundi skal jafnframt kosið í einstakar nefndir klúbbsins. 9. grein. Stjórnin ákveður sjálf starfstilhögun sína á hverjum tíma. Hún getur ráðið sér launaða aðstoð og fær hún útgjöld greidd úr félagssjóði en vinnur sjálf án endurgjalds. Hún kemur fram fyrir klúbbsins hönd og í fullu umboði hans i öllum málum sem hann varða. Þó þarf samþykki almenns félagsfundar til stórra ákvarðana, svo sem stórra eignabreytinga, brautar-nýbygginga og annars sem hefur mikil fjárútlát í för með sér. 10. grein. Aðalfundur er æðsta úrskurðarvald í öllum málefnum klúbbsins. Hann skal halda á tímabilinu 10. til 20. nóvember ár hvert. Á öðrum tíma ársins getur stjórnin boðað til almenns félagsfundar ef henni þykir henta, eða 10 félagar senda henni skriflega beiðni um það ásamt röksemdum fyrir þörf hans. Ber stjórninni að halda slíkan fund innan þriggja vikna frá móttöku slíkrar beiðni. Félagar sem vilja gera tillögur til lagabreytinga eða starfstilhögunar skulu hafa sent stjórninni þær eigi síðar en 15. október. Aðalfund og aðra félagsfundi skal boða skriflega eða með rafrænum hætti með viku fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram dagskrá og tillögur um lagabreytingar sem stjórninni hafa borist fyrir tilskilinn tíma. 11. grein. Í upphafi aðalfundar eða félagsfundar skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tilnefningu. Þessi eru störf reglulegs aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 3. Tillögur um breytingu laga og reglugerða skv. 10. grein. 4. Tillögur stjórnar um fjárhagsáætlun næsta starfstímabils ásamt tillögu um félagsgjöld. Tillagan borin undir atkvæði. 5. Kosning stjórnar, varamanna í stjórn og nefnda skv. 8. grein. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara. 7. Önnur mál. 12. grein. Aðalfundur er löglegur og ályktunarfær um öll málefni klúbbsins sé löglega til hans boðað. Afl atkvæða ræður úrslitum á fundum. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir fullgildir félagar sem fullnægja 3. gr. og eru fullra 16 ára á viðkomandi almanaksári. Yngri félagar hafa rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti Fundargerð skal í fundarlok bera upp til samþykktar og undirskrifa að viðstöddum stjórnendum, ásamt fundarstjóra og ritara og skoðast hún síðan fullt sönnunargagn um það sem ákveðið hefur verið. Hætti klúbburinn störfum ákveður sérstakur fundur um það. Til lögmætis þeirrar ákvörðunar þarf helmingur félaga að vera á fundi og 2/3 þeirra að greiða atkvæði með því. Mæti ekki svo margir, skal boða til fundar á ný innan þriggja vikna, og er fundurinn þá ályktunarhæfur um Þetta mál hversu fáir sem koma, sé hann löglega boðaður. 13. grein. Stjórnin ræður klúbbnum framkvæmdastjóra og ákveður ráðningarkjör hans. Framkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri klúbbsins i samræmi við stefnumörkun stjórnar. Stjórnin skal i samráði við framkvæmdastjóra ráða aðra starfsmenn til vinnu fyrir klubbinn. Heimilt er stjórninni að greiða mönnum beinan kostnað sem leiðir af störfum þeirra fyrirfélagið. 14. grein. Lögum þessum má ekki breyta nema á löglega boðuðum aðalfundi. 2/3 hluta viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna þarf til að samþykkja breytingu á lögum þessum.